Mynd af Morgunblaðið

Morgunblaðið

Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913 og var fyrsta blaðið 8 bls. að stærð. Upphafsmaðurinn að stofnun blaðsins var Vilhjálmur Finsen sem hafði átt sér þann draum í fjölda ára að koma út blaði í Reykjavík. Morgunblaðið varð fljótlega víðlesnasta blað landsins. Nýtt félag í Reykjavík, sem litlu síðar fékk nafnið Árvakur hf., festi kaup á blaðinu 1919 og hefur gefið blaðið út síðan. Árvakur hf. er enn eigandi Morgunblaðsins og rekur einnig vefinn mbl.is, prentsmiðjuna Landsprent og finna.is.

Í ársbyrjun 1994 hóf útgáfufélagið í samvinnu við Streng hf. útgáfu Morgunblaðsins á Netinu og varð fyrst allra dagblaða á Íslandi til að nýta sér þennan nýja miðil. Þar gátu lesendur fengið fréttir og annað efni sem birtist í blaðinu hvern útgáfudag og hægt var að skoða blaðið viku aftur í tímann. Þann 2. febrúar 1998 jók útgáfufélagið enn frekar starfsemina á netinu. Þá var opnaður fréttavefur undir heitinu mbl.is. Þessi nýi netmiðill var öllum opinn og byggist á eigin fréttastofu, ásamt því að þar birtast valdar fréttir úr prentmiðlinum. Þótti sæta tíðindum að fréttir birtust á mbl.is jafnóðum og þær voru skrifaðar. Auk fréttaþjónustunnar er að finna á mbl.is margvíslegar upplýsingar um fasteignir, atvinnu, upplýsingavefi, dægurmál ofl. og er sífellt verið að bæta við nýjungum.


Employees

Davíð Oddsson

Ritstjóri

Haraldur Johannessen

Framkvæmdastjóri/Ritstjóri
c