DHL á Íslandi
DHL er leiðandi aðili á markaði fyrir hrað- og fraktsendingar í heiminum með þjónustu í yfir 220 löndum. Þjónustuástríða DHL er að finna hina fullkomnu flutningsleið, stytta þannig flutningstímann og lækka kostnað. DHL býður heildarlausnir í flutningsþjónustu hvort sem um er að ræða hraðflutning, flugfrakt eða sjófrakt ásamt tollafgreiðslu og rafrænum flutningslausnum.
Nýjar og endurbættar þjónustulausnir DHL færa inn- og útflytjendum einfalda stjórn á sínum flutningum og okkar sérhæfða starfsfólk finnur ávallt bestu lausnina hver sem þörfin er:
Hraðflutningur - Alþjóðlegur hraðflutningur á pökkum og skjölum með 1-2 daga flutningstíma.
Flugfrakt – Flutningur í flug- eða sjófrakt hentar fyrir stærri sendingar sem þola lengri flutningstíma
Sértækar flutningslausnir – Hafðu samband við alþjóðlega sérfræðinga DHL til að fá nánari upplýsingar um hvernig við mætum þínum þörfum.
Hjá DHL starfa yfir 300.000 starfsmenn um allan heim sem eru reiðubúnir að færa þér yfirburði heim að dyrum. Það er gula leiftrið.