Ballettskóli Sigríðar Ármann
Balletskóli Sigríðar Ármann var stofnaður 1952 og er elsti einkarekni balletskóli landsins. Frá upphafi hefur markmið skólans verið að kenna klassískan ballet, eftir viðurkenndum þekktum kennslukerfum sem hæfa nemendum á mismunandi aldri. Allir kennarar skólans hafa viðurkennd kennarapróf í klassískum ballet. Dansgleðin hefur verið leiðarljósið inn í skipulagðan heim balletsins, sem nemendur okkar hafa kynnst í gegnum kennslustundir, æfingar, próf og sýningar.
KENNSLAN
Í forskólakennslu er nemendum 3-6 ára kenndar undirstöðuæfingar fyrir ballet, látbragð, látbragðsdansa o.fl. Börnum 7 ára og eldri er kennt samkvæmt kerfi Royal Academy of Dancing, og N.A.T.D. Russian Method. Tekin eru stigspróf og árlega fá nemendur tækifæri til að sýna á sviði í Borgarleikhúsinu.
Vetrarstarf skólans er með hefðbundnum hætti. Kennsla hefst í byrjun september, bæði fyrir byrjendur (3 ára yngst) og framhaldsnemendur. Fyrir jól eru 12 vikna námskeið og 12-14 vikna námskeið eftir áramót, með tveimur kennslustundum í viku.
Hjá 3–5 ára börnum enda bæði námskeiðin með sýningu og foreldradegi í kennslusal. Hjá 6 ára börnum og eldri endar fyrra námskeiðið með foreldradegi í kennslusal, og síðara námskeiðið endar á nemendasýningu í Borgarleikhúsinu.
BALLETSKÓLI SIGRÍÐAR ÁRMANN © 2016 — SKIPHOLTI 35 — 105 REYKJAVÍK — SÍMI: 588 4960
Employees
Ásta Björnsdóttir
Framkvæmdastjóri