Mynd af Landsmennt

Landsmennt

Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.


Helstu verkefni Landsmenntar eru að sinna stuðningsverkefnum og þróunar-og hvatningaraðgerðum í starfsmenntun. Sjóðnum er ætlað að styrkja rekstur námskeiða og stuðla að nýjungum í námsefnisgerð ásamt því að veita einstaklingum, verkalýðsfélögum og fyrirtækjum beina styrki vegna sí-og endurmenntunar.

Einstaklingar sækja um styrki á þar til gerðum eyðublöðum til viðkomandi stéttarfélags sem sér um afgreiðslu þeirra í umboði Landsmenntar.

Fyrirtæki, stéttarfélög og eða fræðsluaðilar sækja um styrki til stjórnar Landsmenntar með því að senda umsókn þar sem fram koma helstu upplýsingar vegna viðkomandi fræðsluverkefnis.

Sjá umsóknarvefgáttina www.attin.is

Þá býður Landsmennt upp á Fræðslustjóra að lán

Employees

Kristín Njálsdóttir

Framkvæmdastjóri
c