Fjarðaferðir ehf

Óseyri 1, 730 Reyðarfjörður
kt. 6306060980
Fjarðarferðir var stofnað snemma árs 2006 og hóf siglingar frá Neskaupstað í júní sama ár. Austfjarðaleið sér um alla afgreiðslu fyrir Fjarðarferðir en Austfjarðaleið á stóran hluta í fyrirtækinu auk einstaklinga á Austurlandi og Sæferða á Snæfellsnesi.
Innúr Norðfjarðarflóa ganga fjórir firðir; Mjóifjörður, Norðfjörður, Hellisfjörður og Viðfjörður. Landslagið er stórbrotið og sigling á Norðfjarðarflóa er einstök upplifun. Þar gefur að líta fjölbreytt fuglalíf, smáhveli og einstakt landslag. Norðfjarðarhornið og Nípan kallast á og í fjarska sér yfir til Dalatanga. Einnig er skemmtilegt að renna fyrir fisk á Norðfjarðarflóa.
Allar brottfarir eru frá bryggjunni neðan við Egilsbúð.
Hægt er að leigja bátinn með áhöfn til sérferða eða sigla einhverja ferðanna sem við bjóðum uppá þegar þér hentar. Einnig er hægt að blanda saman skoðunarferð og sjóstöng. Boðið er uppá margvíslega sérþjónustu í slíkum ferðum, t.d. að grilla um borð, eða jafnvel einhversstaðar í friðsælum firði.
