Brú Lífeyrissjóður
Um Brú lífeyrissjóð
Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga er lífeyrissjóður fyrir fólk sem starfar hjá sveitarfélögunum. Hann hét áður Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga en skipt var um heiti sjóðsins í júní 2016.
Sjóðurinn var stofnaður 28. júlí 1998 með samningi á milli BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fyrir hönd hlutaðeigandi stéttarfélaga annars vegar og hins vegar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eldri lífeyrissjóðum sveitarfélaga var lokað á sama tíma fyrir nýja sjóðfélaga.
Skylduaðild
Starfsmenn sveitarfélaga sem eru í BSRB, BHM og KÍ eiga kjarasamningsbundna aðild að sjóðnum. Þeir geta valið um að vera í annað hvort A deild eða V deild.
Fulltrúar stofnaðila eiga sæti í stjórn sjóðsins og allir sjóðfélagar eiga rétt á setu á aðalfundum lífeyrissjóðsins með málfrelsi og tillögurétt um hvaðeina er varðar starfsemi sjóðsins.
Aðild að Brú lífeyrissjóði
Á milli eftirtalinna aðila er í gildi kjarasamningur um skylduaðild hlutaðeigandi starfsmanna að Brú lífeyrissjóði.
Samband íslenskra sveitarfélaga
Aðildarfélög BHM
Aðildarfélög BSRB
KÍ
Deildir Brúar lífeyrissjóðs:
- A-deild: kjarasamningsbundin aðild starfsmanna sveitarfélaga sem eru í BSRB og BHM, ásamt KÍ.
- Starfsmenn frá 1. júlí 1998 eru í A-deild.
- Eldri starfsmenn eiga rétt á að fara í A-deild.
- V-deild: Er öllum opin.
- A-deildar félagar geta flutt sig í V-deild.
- B-deild: Réttindasöfn lokaðra lífeyrissjóða sem sameinuðust í eina deild í júlí 2013:
- Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar
- Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar
- Lífeyrissjóður Neskaupstaðar
- Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar
- Lífeyrissjóður starfsmanna Vestmannaeyjarkaupstaðar
Brú lífeyrissjóður rekur einnig Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar (frá 1999) og Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar (frá 2010) en þetta eru svokallaðir eftimannareglusjóðir með sambærileg réttindi og í B-deildinni.
Employees
Gerður Guðjónsdóttir
Framkvæmdastjóri