Mynd af Á Hreindýraslóðum, Vaðall ehf

Á Hreindýraslóðum, Vaðall ehf

Við veitum fjölbreytta þjónustu í gistingu, afþreyingu, veitingu og uppákomum.

Gisting:
Á Skjöldólfsstöðum er rekið gistiheimili með 31 uppábúnu rúmi í 15 herbergjum og 5 svefnpokaplássum með aðgangi að eldhúsi. Þar eru 2 eins manns herbergi, 11 tveggja manna herbergi, 1 þriggja manna og 1 fjögurra manna herbergi. Hægt er að fá barnarúm. Sameiginleg baðaðstaða og innifalinn er aðgangur að heitum potti og sundlaug.

Veislusalur :
Góður veislusalur er á Skjöldólfsstöðum sem tekur allt að 120 manns í sæti. Þar er tilvalið að halda brúðkaup, afmæli, fermingar, erfidrykkjur, árshátíðir, dansleiki, fundi, ráðstefnur og fleira. Góð aðstaða er til að sýna hverskyns myndir og halda fyrirlestra en skjávarpi og tjald eru á staðnum.

Gallerí:
Í galleríinu saumar húsfreyjan í Klausturseli, Ólavía Sigmarsdóttir, ýmsan varning úr hreindýraskinni sem þar er til sölu ásamt varningi frá öðru handverksfólki á svæðinu. Opið alla daga yfir sumarið frá kl:10-19.

Employees

Aðalsteinn Jónsson

Framkvæmdarstjóri
8951085
allij@centrum.is

Kort

c