Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf
FYRIRTÆKIÐ
Ræktunarsamand Flóa og Skeiða er eitt öflugasta fyrirtækið á landinu á sviði jarðborana.
Fyrirtækið er með sjö jarðbora í rekstri sem geta tekist á við fjölbreytileg verkefni og býr fyrirtækið því yfir víðtækri sérþekkingu á þessu sviði.
Upphaflega stofnað sem samvinnufélag.
Fyrirtækið var upphaflega sett á legg sem samvinnufélag þann 22. janúar árið 1946 og telst því í dag vera eitt elsta verktakafyrirtæki á landinu. Að stofnuninni komu bændur í fimm hreppum á því svæði sem í dag telst til Flóa og Skeiða, en hér var nánar tiltekið um að ræða einskonar samruna búnaðar-félaga sveitanna undir merki eins ræktunarsambands.
- Gaulverjabæjarhreppur
- Hraungerðishreppur
- Sandvíkurhreppur
- Skeiðahreppur
- Villingaholtshreppur
- Síðar meir bættust Eyrabakka- og Stokkseyrarhreppur við.
Af þessu má ætla að samvinnuhugsjónin hafi verið helsti drifkraftur sambandsins frá upphafi.
Félagið var síðast einn öflugasti jarðvinnuverktaki á heimasvæði sínu og byggði upp öfluga bordeild. Verkefnin sem félagið hefur komið að eru fjölmörg og stór.
Árin 2008-2014 voru félaginu þung en í kjölfar efnahagshruns á landinu breyttist staðan á einni nóttu. Á árinu 2014 lauk alsherjar endurskipulagning á rekstrinum. Jarðvinnudeildin var seld frá og starfar nú undir merkjum Borgarverks. Áhersla Ræktunarsambandsins verður héðan í frá jarðboranir og sér félagið nú fram á bjarta tíma eftir umbreytingarsöm ár. Jarðboranir keyptu allt hlutafé í Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða fyrripart ársins 2015 en þar sameinast miklir kraftar og þekking á þessu sérsviði.
Aðal starfsstöð félagsins er og verður á Selfossi.
Árið 2007 var gerð kvikmynd um sögu félagsins og er hún aðgengileg hér á síðunni enda merkileg heimild um einstaka sögu.
Employees
Guðmundur Ármann Böðvarsson
Framkvæmdarstjóri