Rafeyri ehf

Rafeyri ehf. er alhliða fyrirtæki á sviði raflagna-, rafvéla-, tækni- og iðntölvustýringa. Við önnumst gerð rafmagnsteikninga, hönnun, töflusmíði, mótorvindingar, nýlagnir, heimreiðalýsingar, viðgerðir og allt sem nöfnum tjáir að nefna þar sem rafmagn er annars vegar.
Starfsmenn Rafeyrar eru sérhæfðir í hönnun, frágangi og viðhaldi hvers kyns raflagna um borð í skipum. Fyrirtækið hefur m.a. þjónað Slippstöðinni á Akureyri á þeim vettvangi um langt árabil.
Sem dæmi um sérhæfðari verkefni fyrirtækisins má nefna upptekt á rafölum, mótorvindingar, færibandastýringar, hönnun og uppsetningu stjórnbúnaðar fyrir vinnsluþilför og uppsetningu háspennuvirkja, úttektir á eldvarnarkerfum – og þannig mætti lengi telja.
Employees
Kristinn Hreinsson
Framkvæmdastjóri