Mynd af Markaðsráð kindakjöts

Markaðsráð kindakjöts

Íslenskt lambakjöt er framleitt á náttúrulegan hátt samkvæmt gömlum hefðum. Kjötið er algerlega laust við hormóna og sýklalyf, öfugt við lambakjöt í ýmsum öðrum löndum. Allt kjöt er skoðað af dýralæknum og slátrun og kjötvinnsla er undir ströngu gæðaeftirliti.

Íslenska lambakjötið er einstakt. Það býr yfir öllum kostum gæðamatvöru, svo náttúrlega villt, hollt og ljúffengt.

Lambakjötsvefurinn auðveldar neytendum aðgang að mataruppskriftum og fróðleik um lambakjöt. Á vefnum er hægt að skrá sig í matarklúbb og fá send tilboð og uppskriftir í snjallsíma eða í tölvupósti. Tilboðin geta neytendur nýtt sér sem rafrænan afsláttarmiða (kúbón) í völdum verslunum.

Nýi lambakjötsvefurinn er hugsaður til að skapa líflegan vettvang fyrir neytendur og auka virk samskipti allra aðila á markaðinum meðal annars í tengslum við samfélagsmiðla einsog Facebook. Facebook. Samtímis nýjum vef er neytendum boðið upp á lambakjöts-app sem auðveldar þeim að halda utanum sínar uppáhaldsuppskriftir og versla og elda lambakjöt. Vefurinn og appið vinna saman, meðal annars eru möppur fyrir uppáhaldsuppskriftir samstilltar.

Lambakjötsvefurinn er lifandi vefur sem birtir reglulega tilboð sem neytendur geta nýtt sér á einfaldan máta. Vefurinn er fullur af fróðleik um lambakjöt, meðferð þess, myndrænni kennslu, grillaðferðum og mörgu fleiru.Umfram allt á að vera áhugavert og skemmtilegt að skoða myndríkan lambakjötsvef.

Kíkið endilega á facebook síðu lambakjöt.is, sem er bæði speglun síðunnar og sjálfstæður vettvangur virkra samskipta.


Employees

Svavar Halldórsson

Framkvæmdastjóri
ls@bondi.is
c