Mynd af Vélsmiðjan Harka ehf

Vélsmiðjan Harka ehf



Harka ehf vélsmiðja var stofnuð árið 1986 og hefur frá upphafi veitt alhliða þjónustu í málmiðnaði. Styrkur fyrirtækisins hefur ávallt legið í fjölbreytninni og mikilli áherslu á vönduð vinnubrögð.

Vélsmiðjan Harka ehf sinnir hverskonar stálsmíði, rennismíði og álsmíði, hvort heldur sem er nýsmíði úr ryðfríu eða svörtu, viðgerðum á vélbúnaði í verksmiðjum og framleiðsluiðnaði. Harka ehf sinnir öllum gerðum af lögnum s.s.

  • loft og vökvalagnir
  • mjólkurlagnir
  • gufulagnir
  • gaslagnir

Harka ehf vélsmiðja leggur metnað sinn í að skila fullkláruðu verki sérsniðnu að þörfum viðskiptavina sinna. Fyrirtækið hefur innan sinna raða öfluga suðuréttindamenn og getur tekið að sér allar tegundir suðu:pinnasuðu, tigsuðu, mig/mag, logsuðu, koparbras og silfurkveikingu o.s.frv. Harka ehf hefur áralanga reynslu í þjónustu við fyrirtæki í:

  • orkuiðnaði,
  • matvælaiðnaði
  • bygginga og verktakaiðnaði

Fyrirtækið hefur einnig sinnt margvíslegri þjónustu fyrir

  • einstaklinga
  • húsfélög
  • stéttarfélög
  • ýmsar stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga og má þar nefna kerruviðgerðir, handriðasmíði,smíði á bíl og gönguhliðum, fatahengi, hillur og jafnvel leiktæki í garðinn og sumarbústaðinn svo örfá dæmi séu nefnd

Hvort sem verkið er stórt eða smátt aðstoðum við þig að útfæra hugmyndina eftir þínum þörfum og gerum föst verðtilboð ef þess er óskað. Hafðu samband í síma: 567-7553 eða í tölvupósti

Employees

Borgþór Stefánsson

Framkvæmdastjóri
c