Ístex hf Íslenskur textíliðnaður
Ullarvinnslan í Mosfellsbæ hefur staðið samfleytt frá árinu 1896 áður undir nafninu Álafoss, en Ístex hf tók við starfseminni árið 1991. Ístex stendur fyrir Íslenskur textíliðnaður.
Ístex framleiðir handprjónaband úr íslenskri ull og má þar nefna Plötulopa, Álafoss lopa, Bulky lopa og Létt lopa. Ístex framleiðir og selur einnig ullarteppi, gefur út handprjónabækur með fjölbreyttri hönnun og framleiðir, vélprjónaband, vefnaðarband og gólfteppaband.
Ístex kaupir ullina beint frá bændum og vinnur úr henni band. Ullin er þvegin í þvottastöð Ístex á Blönduósi og er spunnin í band í spunaverksmiðjunni í Mosfellsbæ.
Employees
Guðjón Kristinsson
Framkvæmdastjórigudjon@istex.is
Hulda Hákonardóttir
Markaðs- og kynningarstjórihulda@istex.is