Austurbrú ses
Austurbrú er sjálfseignarstofnun stofnuð á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands og annast auk þess daglegan rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Stofnunin verður með fimm starfsstöðvar á Austurlandi og yfir 20 starfsmenn. Tilgangur stofnunarinnar er að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Austurlandi og veita samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Stofnunin verður í forsvari fyrir þróun atvinnulífs, samfélags, stjórnsýslu, háskólanáms, símenntunar, rannsókna, þekkingar- og menningarstarfs á Austurlandi.k
Austurbrú – The East Iceland Bridge. The purpose of Austurbrú is to work in the interests of East Iceland residents, municipalities, companies and other bodies, in order to provide a coordinated and interdisciplinary service related to education, culture and the economy.
Employees
Jóna Árný Þórðardóttir
Framkvæmdastjóri