Mynd af Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarhöfn


Hafnarfjarðarhöfn
Óseyrarbraut 4
220 Hafnarfirði

Kennitala: 590169-5529
Sími: 414 2300
Fax: 414 2301



Netfang hafnsögumanna: hafnsaga@hafnarfjordur.is
Netfang á skrifstofu: hofnin@hafnarfjordur.is
Vefur Hafnarfjarðarhafnar: www.hafnarfjardarhofn.is

Skrifstofutími er kl 08:00 til 17:00 virka daga.
Bakvakt er allan sólarhringinn.
Þjónustusími er 414 2300 og fax 414 2301.

Hafnarvog er við Cuxhavengötu 2, sími 414 2310, fax 414 2311.
Netfang á hafnarvog: hafnarvog@hafnarfjordur.is

Hafnarfjarðarhöfn – góður valkostur.

Hafnarfjarðarhöfn er samkvæmt heimildum ein elsta og öruggasta höfn landsins. Hún er í raun hjarta bæjarins vegna þess hvernig byggðin umlykur hana.

Störf í hafnfirskum fyrirtækjum, sem eru beint tengd höfn eru um eða yfir 1.600 og um Hafnarfjarðarhöfn fara um 900.000 tonn af vörum á ári.

Helsta starfsemi við höfnina er losun og lestun lausavöru, löndun og lestun sjávarafurða, losun og lestun olíu og asfalts ásamt losun og lestun hráefna og afurða til og frá Álverinu og Gasfélaginu í Straumsvík.

Hafnarfjarðarhöfn er sérhæfð í allri þjónustu við fiskiskip af öllum stærðum og gerðum. Í Hafnarfirði er öflug löndunarþjónusta, fiskmarkaður fyrir ferskan fisk, geymsla og framhaldsflutningur á frystum sjávarafurðum.

Nokkur af öflugustu viðhalds- og viðgerðarverkstæðum Íslands eru í Hafnarfirði. Stærstu framleiðendur veiðarfæra og vinnslubúnaðar eru í eða í nágreni Hafnarfjarðar, svo sem Marel, Ísfell, Hampiðjan og fleiri.

Núverandi hafnarsvæði er um 50 hektarar í Hafnarfirði og 4 til 5 hektarar í Straumsvík.

Hafnarfjarðarhöfn er þjónustumiðstöð fyrir fiskiskip í Norður Atlantshafi.

Í Hafnarfirði er margt að sjá fyrir áhafnir og eigendur skipa.

Nefna má listasöfn, byggða- og minjasafn, kvikmyndasafn Íslands, leikhús, kaffihús og fjölda veitingastaða. Í Hafnarfirði er eina víkingahótel og víkingaveitingahús á Íslandi, Fjörukráin.

Í Hafnarfirði er hægt að leika golf, fara í útreiðatúra, skoða hvali og stunda sjóstangaveiði. Í hraununum í kring um Hafnarfjörð eru óþrjótandi gönguleiðir um hulduheima álfa og trölla.

En fyrst og fremst býður Hafnarfjarðarhöfn sjófarendum örugga höfn þar sem þeir fá alla þjónustu sem þörf er á.

Employees

Lúðvík Geirsson

Hafnarstjóri
ludvik@hafnarfjordur.is

Kristinn Aadnegard

Forstöðumaður þjónustusviðs
c