Mynd af Merkiprent ehf

Merkiprent ehf



Merkiprent var stofnað 29. maí 1993 og hefur nú verið starfrækt í tæp 20 ár og erum við til húsa að Iðavöllum 5 í Keflavík.



Fyrsta vélin sem við keyptum var lítil pennaprentvél og fyrst um sinn prentuðum við aðeins á penna, kveikjara og aðra smáhluti en fljótlega fjárfestum við í lit-ljósritunarvél og síðan hefur tækjunum fjölgað smátt og smátt með árunum.

Núna höfum við fjögurra lita silkiprentvél, og prentum því á flestar gerðir af fatnaði hvort sem það eru bolir, peysur, úlpur eðar húfur.

Við höfum 3 stóra prentara, en þeir eru 60 cm, 112cm og 160cm breiðir. Tveir þeirra eru sérstaklega hugsaðir fyrir ljósmynda og strigaprentun en sá stærsti er fyrir bíla og límmiðamerkingar, auk þess sem hann prentar á seglborða og útifána.

Þar að auki höfum við tvo stóra skurðarplottera sem geta skorið út stafi og munstur í öllum stærðum og litum, hvort sem þeir eiga að fara á bíla, báta eða skilti.

Sandblásturfilmurnar eru líka mjög vinsælar þessar dagana.

Við bjóðum upp á hverskonar smáprentun t.d. nafnspjöld eða útprentun á ritgerðum eða kynningarbæklingum.

Við kappkostum á að bjóða upp á góða, persónulega og fljótlega þjónustu eins og við höfum gert frá árinu 1993.



Netverslunin, Pennaprentun.is, var stofnuð þann 1. Ágúst, 2015 og hefur verið starfandi síðan.

Pennaprentun.is er staðsett í sama húsnæði og Merkiprent ehf. Við getum sent um allt land.

Þér er velkomið að hafa samband við okkur með netfangi á hafasamband@pennaprentun.is eða panta bara í gegnum sölumann eða beint í panta@pennaprentun.is, svo má kíkja á okkur á facebook!


Employees

Einar Sigurpálsson

Framkvæmdastjóri
merkiprent@merkiprent.is

Kort

c