Mynd af Eins og fætur toga ehf

Eins og fætur toga ehf




Eins og Fætur Toga er staðsett að Bæjarlind 4 í Kópavogi. Hjá Eins og Fætur Toga starfar reynslumikið fagfólk sem hefur sl. 10 ár tekið nálægt 50.000 íslendinga í göngu- og hlaupagreiningu.

Eins og Fætur Toga vinnur náið með íþróttahreyfingunni og fagaðilum í heilbrigðisstétt.

Eins og Fætur Toga er á ferðinni um landið með göngu- og hlaupagreiningar, kynningar og sölu á tengdum vörum. Á Akureyri hefur Eins og Fætur Toga aðsetur í Eflingu sjúkraþjálfun og fer þangað með greiningar á ca. 6 vikna fresti.



Verslun Eins og Fætur Toga er staðsett að Bæjarlind 4 í Kópavogi, fagfólk sér um skógreiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. Starfsfólk ráðleggur um hlaupafatnað og fylgihluti fyrir hlaupara, ráleggur og setur í skó vörur fyrir fætur s.s. tábergspúða, upphækkanir, sérsmíðuð og stöðluð innlegg auk þess að breyta skóm ef þess þarf. Eins og Fætur Toga sérhæfir sig í sölu á gæðavörum og leggur metnað í góða þjónustu og sanngjarnt verð.

Við tökum vel á móti þér!



Alltaf er fagfólk með sérþekkingu í verslun sem getur aðstoðað viðskiptavini með val á skóbúnaði og sérhæfðum fatnaði.

Setjum tábergspúða, ilstuðning og/ eða hækkunarpúða í skó á meðan beðið er.

Neglum skó meðan beðið er (ekkert betra í hálkunni).

Skoðun á niðurstigi með þar til gerðum búnaði. Í kjölfarið er mælt með skóbúnaði og/eða ráðlagt um frekari greiningu eða annari meðferð.

Skór valdir í verslun af sérfræðingum í göngugreiningum, hlaupaskór, léttir gönguskór og frábærir vinnuskór.

Fótavörur í úrvali.




Other registrations

OPNUNARTÍMI Mánudaga – Föstudag kl.10-18 Laugardaga kl.11-16

Employees

Elva Björk Sveinsdóttir

Eigandi
gongugreining@gongugreining.is

Lýður Skarphéðinsson

Framkvæmdastjóri
c