Skógræktarfélag Reykjavíkur

Skógræktarfélag Reykjavíkur er sjálfstætt starfandi áhugamannafélag um skógrækt í Reykjavík. Hlutverk félagsins er að efla skógrækt og skógræktaráhuga í Reykjavík. Skógræktarfélag Reykjavíkur er eitt af 59 skógræktarfélögum í landinu sem starfar innan vébanda Skógræktarfélagi Íslands.
Starfssemi Skógræktarfélags Reykjavíkur er fjölbreytt, en aðal viðfangsefni félagsins er umsjón Heiðmerkur. Önnur svæði sem félagið sér um eru Esjuhlíðar,Fellsmörk og Reynivellir í Kjós. Í Heiðmörk eru verkefnin óteljandi en umhirða svæðisins, gróðursetning trjáa, grisjun skóga og lagning nýrra göngustíga er ærinn starfi allt árið um kring. Félagið leggur einnig ríka áherslu á fræðslu fyrir almenning og leik- og grunnskólanema.
Jólamarkaðurinn vinsæli á Elliðavatni opnar laugardaginn 29. nóvember og verður opinn allar helgar fram að jólum frá klukkan 11-16. Mikið úrval af íslensku handverki og hönnun. Á Hlaðinu verða til sölu nýhöggvin íslensk jólatré og þar að auki mikið úrval af tröpputrjánum vinsælu.
Employees
Helgi Gíslason
Framkvæmdastjórihelgi@skograekt.is
