Blómagallerí ehf
Verslunin Blómagalleri var opnuð 7.júní 1991 af systrunum Hansínu og Jórunni Jóhannesdætrum. Hansína hefur 30 ára reynslu af blómafaginu og rekur verslunina enn, ásamt góðu starfsfólki. Þar ber helst að nefna blómaskreytingarmeistarann Bertu Heiðarsdóttur sem hefur unnið hjá verslunni í 15 ár.
Allt frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á gott úrval af afskornum blómum og pottablómum ásamt sérvalinni gjafavöru. Okkur finnst mikilvægt að fara reglulega erlendis til að fylgjast með nýjustu stefnum og straumum bæði í blómum og gjafvöru, sem við reynum að miðla til viðskiptavina okkar.
Fagleg og persónuleg þjónusta er í fyrirrúmi hjá okkur í Blómagallerí sem sýnir sig einnig best í traustum og ánægðum kúnnahóp í öll þessi ár.
Smátt eða stórt, við leggjum metnað í allt sem við gerum.
Veislur og ráðstefnur:
Blómagallerí hefur mikla og góða reynslu af skreytingum fyrir bæði minni og stærri athafnir og veislur.
Hafa þau m.a. ekið að sér að skreyta Listasafn Reykjavíkur, Hörpuna og Háskólabíó svo eitthvað sé nefnt.
Brúðkaup:
Blómagallerí veitir brúðhjónum persónulega ráðgjöf þar sem hlustað er á væntingar parsins varðandi blóm og skreytingar á þessum stóra degi.
Markmið þeirra er að skapa þá umgjörð og stemmingu sem brúðhjónin óska sér.
Útfarir:
Blómagallerí veitir góða þjónustu og hjálp við tilhögun skreytinga sem snúa að útförum.
Áhersla er lögð á að fara eftir óskum aðstandenda og gera þetta ferli eins þægilegt og mögulegt er.
Ýmislegt:
Blómagallerí býður upp á skreytingar og vendi fyrir öll tækifæri, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Boðið er upp á einstakt úrval af pottaplöntum og afskornum blómum. Mikil áhersla er lögð á gæði og framúrskarandi þjónustu.
Employees
Hrafnhildur Þorleifsdóttir
Framkvæmdastjóri