Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús, Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn
Telephone 4116410
Other telephone numbers >Tryggvagata 17, 101 Reykjavík
kt. 5302697609
Other registrations >Listasafn Reykjavíkur er framsækið listasafn hér á landi og er til húsa í þremur aðskildum byggingum miðsvæðis í borginni, Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni. Þar eru reglulega sýningar á verkum eftir þrjá af þekktustu listamönnum þjóðarinnar, Erró, Kjarval og Ásmund Sveinsson.
Safnið býður jafnframt upp á fjölbreyttar innlendar og alþjóðlegar sýningar á nútíma- og samtímalist eftir virta íslenska og erlenda listamenn. Safnið er einnig vettvangur fyrir ungt og upprennandi hæfileikafólk.
Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með listaverkaeign borgarinnar. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á stjórnun og fjármögnun safnsins. Listasafn Reykjavíkur samanstendur af fimm aðskildum safneignum: Almennri safneign Reykjavíkurborgar, Errósafni, Kjarvalssafni, Ásmundarsafni og safneign byggingarlistardeildar. Safneignin er sýnd í þremur húsum sem Listasafn Reykjavíkur hefur yfir að ráða: Kjarvalsstöðum við Flókagötu sem voru opnaðir 1973, Ásmundarsafni við Sigtún, opnað 1983 og Errósafnið er til sýnis í Hafnarhúsinu sem var formlega opnað árið 2000. Verk safnsins eru einnig til sýnis í opinberum byggingum og á opnum svæðum víða um borgina. Að auki er safnið með tímabundnar sýningar á innlendri og erlendri samtímalist og hönnun í öllum húsunum þremur.
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn eru leigð út fyrir margskonar viðburði eins og tónleika og tónlistarhátíðir, árshátíðir, giftingaveislur, afmæli, móttökur, fundi, kvikmyndahátíðir, myndatökur og fleira.
Here you can view the Reykjavík Art Museum collection of Icelandic art.
Other registrations
Employees
Ólöf Kristín Sigurðardóttir
SafnstjóriÁslaug Guðrúnardóttir
Kynningarstjóri