
Samtök iðnaðarins

Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi. Samtök iðnaðarins vinna að hagsmunum iðnaðarins á öllum sviðum.
Innan Samtaka iðnaðarins eru rúmlega 1300 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda. Þau eru mjög ólík innbyrðis, hvort sem litið er til stærðar, framleiðslu eða markaða.
