Mynd af Landssamband hestamannafélaga, Íþróttamiðstöðinni Laugardal

Landssamband hestamannafélaga, Íþróttamiðstöðinni Laugardal


Landssamband hestamannafélaga (LH) er æðsti aðili innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) um alla þætti hestaíþrótta og málefni þeim tengdum.



Auk hefðbundinnar keppni, æfinga og þjálfunar til líkamlegrar heilsuræktar, samanber lögum ÍSÍ, er það í verkahring LH að sinna hagsmunamálum sem tengjast hestaíþróttum svo sem á sviði ræktunarmála, tamninga, samgöngu- og ferðamála, landnýtinga- og umhverfismála.

Önnur markmið eru m.a:

  • Að hafa yfirumsjón og vinna að eflingu hestamennsku m.a. með fræðslu, útbreiðslu- og kynningarstarfsemi.
  • Að vera málsvari hestamanna jafnt innanlands sem erlendis.
  • Að eiga samstarf við önnur samtök er sinna hagsmunamálum hestamanna, svo sem á sviði ræktunarmála, tamninga, samgöngumála, ferðamála, landnýtingar og umhverfismála á vegum ríkis og sveitarfélaga.
  • Að koma fram gagnvart opinberum aðilum.
  • Að vinna að stofnun nýrra sérráða.
  • Að setja nauðsynlegar reglur, löggilda dómara, ráðstafa landsmótum og staðfesta met.
  • Að vera fulltrúi hestaíþrótta gagnvart erlendum aðilum og sjá um að reglur varðandi greinina séu í samræmi við alþjóðareglur þar sem það á við.


Employees

Lárus Ástmar Hannesson

Formaður
lh@lhhestar.is
c