HB Grandi hf
HB Grandi hf. er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á Íslandi. Félagið á sér langa sögu og býr að mikilli reynslu og þekkingu á nýtingu auðlinda og framleiðslu sjávarafurða sem endurspeglast í öllu starfi þess. Lögð er rík áhersla á háþróaða tækni við veiðar og vinnslu og stöðuga þróun framleiðslunnar. Fyrirtækið framleiðir verðmætar afurðir úr ferskum fiski sem aflað er úr hafinu við Ísland. Virðing fyrir umhverfinu og lífríki sjávar er grundvöllur starfsemi HB Granda og lögð er áhersla á góða umgengni um auðlindina og ábyrgar fiskveiðar svo komandi kynslóðir geti notið hennar áfram. HB Grandi leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð enda hefur það ætíð verið metnaður fyrirtækisins að öll starfsemi þess endurspegli ábyrgð gagnvart auðlindum sjávar og samfélaginu.
HB Grandi stundar veiðar og vinnslu á botn- og uppsjávarfiski. Hjá fyrirtækinu eru unnin um 950 ársverk til sjós og lands. Afurðirnar eru seldar um allan heim en helstu markaðir eru í Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku og Afríku.
HB Grandi er með samþættan rekstur veiða, vinnslu og markaðssetningar sem stuðlar að skilvirkari framleiðslu og tryggir óhefta leið aflans til kaupanda. Auðvelt er að rekja slóð afurðanna frá afhendingu alla leið aftur til sjávar. Lykillinn að velgengni fyrirtækisins felst í framúrskarandi starfsfólki á sjó og landi sem leggur sig fram við að skila gæðavörum til kaupenda og neytenda.
HB Grandi hf. is one of Iceland’s largest seafood companies. The company has a long history and extensive experience and expertise in the utilisation of natural resources and fish production, which is reflected in all its activities. The company focuses on sophisticated fishing and processing technology and continuous production development. The company produces high-quality products from the fresh wild fish caught in Icelandic waters. Respect for the environment and the marine ecosystem is the basis for all activities at HB Grandi, and every effort is made to respect the resource and operate responsible fisheries, for the benefit of future generations. HB Grandi emphasises corporate social responsibility, as it has always been the goal of the company that all its activities reflect its responsibility towards the marine resources and the community.
HB Grandi is engaged in the fishing and processing of groundfish and pelagic fish. The company employs approximately 950 people at sea and on land. The products are sold all over the world, with the largest markets being Europe, Asia, North America and Asia.
HB Grandi has integrated operations in fishing, processing and marketing in order to promote efficient production and ensure an unrestricted pathway from catch to markets. It is easy to trace the route of the product from delivery all the way back to the sea. The key to the company's success lies in its excellent staff, both at sea and on land, who are committed to delivering quality products to buyers and consumers.