Verkval ehf
Gildi Verkvals
Verkval ehf starfar með viðskiptavinum sínum af vinsemd og virðingu og starfsmenn fyrirtækisins starfa eftir gildunum.
Þjónusta | Samvinna | Lausnir
Verkval
Verkval ehf er einkarekið fyrirtæki sem stofnað var á Akureyri 1987 og hefur verið í sömu eigu alla tíð síðan. Fyrirtækið hefur þróast í tímans rás og safnað sér mikilli reynslu, þekkingu og viðskiptavild. Það þjónustar nú fjölda sveitarfélaga og fyrirtækja á norðurlandi frá Sauðárkróki austur til Þórshafnar.
Áherslur fyrirtækisins í dag er rekstur öflugra dælubíla sem annast hvers kyns dæluvinnu, holræsahreinsun, rotþróahreinsun, stíflulosun og önnur sérhæfð verk svo sem tankahreinsun, skipaþjónustu, rótarskurð og lagnafræsingu. Til stendur að bæta lagnafóðrun við þjónustuna innan tíðar.
Fyrirtækið starfar í eigin húsnæði að Miðhúsavegi 4 á Akureyri og hefur á að skipa 6 manna harðsnúnu liði starfsmanna sem ganga í þau verk sem vinna þarf með samvinnu og þjónustulund að leiðarljósi.
Símar fyrirtækisins eru 461-1172 og 892-3762 og netfangið er verkvalehf@simnet.is
Bílar og tæki
Verkval hefur í flota sínum 4 dælubíla, þar af tvo mjög öfluga holræsabíla auk tveggja rotþróabíla en allir 4 geta annast stíflulosun og hvers kyns almenn verkefni. Flaggskip flotans er nýlegur MAN sem er búinn 200 bar háþrýstidælu auk 800 bar dælu fyrir sérstök verkefni. Bíllinn er auk þess búinn stórri dælu sem dælt getur vatni úr brunnum og kjöllurum auk þess að hana má nýta sem brunadælu.
Einn bíllinn er sérhæfður rotþróarbíll með skiljubúnaði sem skilur vatnið frá úrgangi þróarinnar og skilar því til baka í þróna. Slíkt gagnast vel sveitarfélögum og sparar akstur og tíma.
Meðal annara tækja má nefna tvær gröfur til minni og miðlungs stórra frárennslisverka, múrbrjót loftpressu og steypusög ef brjóta þarf gólf eða vegg, auk margra fleiri tækja svo sem rafstöð, bensínvatnsdæla og kjarnaborvél.
Myndavélar eru lykilatriði í greiningu lagnaskemmda. Þess vegna er Verkval með úrval véla af alls kyns stærðum sem henta stórum sem smáum verkefnum. Algengustu myndavélarnar eru 8 mm haus x 6 m lengd, 29 mm haus x 20 m lengd og 56 mm haus x 60 m lengd. Þær hafa fullkomið staðsetningartæki sem mælir nákvæma staðsetningu og dýpt sem getur sparað mikinn kostnað í viðgerðarframkvæmdum. Búnaðurinn getur tekið upp myndband og ljósmyndir sem hægt er að fá á USB kubb sé þess óskað.
Starfsfólk
Gunnar Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri
Jón Björnsson, eigandi
Eygló Jensdóttir, skrifstofustjóri og gjaldkeri
Hafþór Björnsson, verkstjóri, bílstjóri og tækjamaður
Björgvin Árnason, bílstjóri og gagnaumsýsla
Jón Árni Garðarsson, bílstjóri og tækjamaður
Dzmitry Vitkouski, bílstjóri og tækjamaður
Baldvin Jónsson, tækjamaður
Employees
Jón Björnsson
Framkvæmdastjóri