Sigurjón Magnússon ehf

Sigurjón Magnússon ehf
www.smagnusson.is
Sigurjón Magnússon hefur frá árinu 1998 unnið við frameiðslu sjúkra- og slökkvibifreiða og verið frumkvöðull á því sviði á Íslandi. Hann stofnaði fyrirtækið Almennu vörusöluna ehf., sem síðar varð MT bílar, um hönnun og smíði á léttum trefjaplastyfirbyggingum. Frá árinu 2005 hefur Sigurjón rekið einkahlutafélagið Sigurjón Magnússon ehf. um þessi verkefni og auk smíði á slökkvibílum hefur fyrirtækið nýtt sér þekkingu í plastframleiðslu til innréttinga á sjúkrabifreiðum. Fyrir vikið er fjöldi íslenskra yfirbyggðra slökkvi- og sjúkrabíla nú kominn í notkun bæði hér á landi og í Færeyjum.
Með starfsemi sinni má segja að fyrirtækið flytji í orðsins fyllstu merkingu mikla atvinnu erlendis frá til Íslands. Þörf er á verulegri endurnýjun slökkvibifreiða og stöðugri endurnýjun sjúkrabifreiða. Ekki þarf að fara mörgum orðum um gildi þess að bifreiðarnar séu hannaðar með íslenskar aðstæður í huga og séu í fremstu röð hvað það varðar. Sú er enda raunin með framleiðslu Sigurjóns Magnússonar ehf
Employees
Sigurjón Magnússon
Framkvæmdastjóri