Dýralæknamiðstöðin ehf
Dýralæknar
Við á Dýralæknamiðstöðinni á Hellu bjóðum upp á alla almenna þjónustu og ráðgjöf er varðar dýr og dýraheilbrigði, hvort sem er fyrir gæludýr eða búfénað.
Við bjóðum uppá alla almenna þjónustu er varðar dýr og dýraheilbrigði.
Erum með stafrænt röntgentæki á stofunni að Dynskálum 30, Hellu og sónartæki í öllum bílum.
Á stofunni erum við með skoðunarstofur bæði fyrir gæludýr og stærri dýr, ásamt aðgerðaraðstöðu.
Á spítalanum okkar að Dynskálum 30 á Hellu erum við með verslun þar sem hægt að fá ýmsar vörur hvort sem er fyrir gæludýrið eða búfenað. Verslunin er opin á opnunartíma spítalans og er fólk velkomið að koma inn og fá kaffibolla og ráðgjöf um leið og verslað er.
Einnig hægt að panta vörur úr versluninni gegnum síma eða tölvupóst, gegn símgreiðslu og fá þá vörurnar sendar heim með pósti.
Við seljum hágæða hundafóður frá Belcando, Hills og Royal Canin ásamt allskyns nammi, leikföngum og öðrum fylgihlutum fyrir besta vininn.
Við flytjum inn og seljum vörur frá merkjunum Blue Hors, Danish Genetics, AllTech og SilAll.
Í vörulínu Blue Hors er hægtað finna vörur til allrar almennrar umhirðu og fóðrunar á hrossum.
Danish Genetics og AllTech eru bæði með vörur ætluð naugripum, svo sem ýmis fæðubótarefni og spenadýfur.
SilAll er íblöndunarefni í vothey og rúlluhey.
Employees
Thelma Dögg Róbertsdóttir
DýralæknirGuðmundur Bjarnason
DýralæknirGrétar Hrafn Harðarson
DýralæknirGuðríður Eva Þórarinsdóttir
Dýralæknir