Eyjasýn ehf / Eyjafréttir
Um eyjafréttir.is
eyjafrettir.is er sjálfstæður miðill, sem Eyjasýn ehf. stendur að. Tæknivinna er í höndum Smartmedia ehf.
eyjafrettir.is að lifandi miðli með daglegum fréttum og upplýsingum um um lífið og tilveruna í Vestmannaeyjum. eyjafrettir.is hóf göngu sína 6. júlí árið 2000 og fyrsta fréttin sem fór inn á vefinn var um hækkun flugfargjalda Flugfélags Íslands. Í ljósi þess mikilvægis sem samgöngumál eru Vestmannaeyingum, er það kannski táknrænt að einmitt hún skyldi vera fyrsta fréttin.
eyjafrettir.is er fjölmiðill, sem gefin er út á sömu forsendum og Fréttir. Er ætlað að flytja fréttir af daglegu lífi Eyjamanna ásamt skoðanaskiptum manna á milli. Hann er öllum opinn til skoðanaskipta og ábendingar um efni og fréttir er vel þegnar.
eyjafrettir.is gjörbreyttust 12. mars 2004, bæði hvað varðar útlit og tækni. Um þá vinnu sá Guðmundur Sigursteinn Jónsson, vefhönnuður Tölvunar ehf. í samráði við Sigursvein Þórðarson, þáverandi starfsmann Frétta. Margar nýjungar voru á vefnum og mikið lagt upp úr myndum.
Enn á ný er vefurinn uppfærður og settur í nútímalegra horf. M.a. er nú komið myndbandakerfi á vefinn, ásamt ýmsum öðrum nýjungum. Sæþór vídó sá um grafiska hönnun vefsins ásamt Júlíusi Ingasyni sem hafði veg og vanda að tæknilegri útfærslu vefsins ásamt Sæþóri. Vefurinn eyjafrettir.is hýstur hjá Smartmedia.
Employees
Ómar Garðarsson
Ritstjóri frétta