Mynd af Vörumerking

Vörumerking



Grunnur að starfsemi Vörumerkingar var lagður 1962. Fyrstu tíu ár starfseminnar bar það nafnið Karl M. Karlsson & Co en frá 1972 hefur það borið núverandi nafn, Vörumerking.

Fyrstu árin var framleiðslan að mestu leyti áprentuð límbönd, fólíur og ýmislegt annað sem ekki hafði áður verið prentað hérlendis. Smám saman jókst áherslan á framleiðslu límmiða sem hefur enn frekar styrkst undanfarin ár.

Starfsemi Vörumerkingar er í sífelldri þróun og eru starfsmenn vakandi fyrir nýjum tækifærum sem tengjast umbúðum og merkingu á vörum með prentun á pappír, plastefni og álfólíu í samstarfi við viðskiptavini fyrirtækisins.

Prenttækni tekur stöðugum framförum og enn koma fram nýjar gerðir hráefnis sem henta fyrir sérhæfða notkun á þessu sviði.

Vélakostur Vörumerkingar er mjög fullkominn og er megináhersla lögð á gæði framleiðslunnar. Í samvinnu við mörg fremstu fyrirtæki landsins á nánast öllum sviðum atvinnulífsins hefur tekist að byggja upp mjög virkt eftirlitskerfi sem gerir fyrirtækinu kleift að þróast og stækka eins og raun ber vitni. Ánægjulegt samstarf við þessi fyrirtæki hefur gert það að verkum að Vörumerking er fremst á þessu sérhæfða sviði sem framleiðsla fyrirtækisins er.



Viðskiptavinir Vörumerkingar eru margvíslegir. Við þjónustum matvæla- og drykkjarvöruframleiðendur landsins, lyfjafyrirtæki, iðnfyrirtæki, smáfyrirtæki, félagasamtök, opinberar stofnanir og einstaklinga. Við sinnum stórum sem smáum, innlendum sem erlendum viðskiptavinum.

Starfsfólk okkar hefur því víðtæka reynslu, veit hvað er hægt, hvað er hagkvæmt auk þess að vera hugmyndaríkt.



Employees

Jóhann Oddgeirsson

Framkvæmdastjóri
johann@samhentir.is

Jóhannes Guðni Jónsson

Fjármálastjóri
johannes@samhentir.is
c