Verkís hf

Verkís er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræðiráðgjafar og skyldum greinum. Hjá Verkís starfa 300 manns að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Hlutverk þess er að veita vandaða og faglega ráðgjöf. Hjá Verkís kemur saman sérfræðiþekking sem spannar allar þarfir framkvæmda- og rekstraraðila frá fyrstu hugmynd að nýju verkefni, til aðstoðar við margháttuð rekstrar- og viðhaldsverkefni. Verkís skiptist í sjö svið, þar af fimm markaðssvið. Einnig er starfrækt starfsstöðvasvið og stoðsvið. Markaðssviðin annast hvert um sig einn meginþátt þjónustuframboðs stofunnar. Markaðssviðin eru: Umhverfis- og framkvæmdasvið, Byggingasvið, Iðnaðarsvið, Vatnsorku- og orkuflutningssvið, Jarðvarma og veitusvið. Meðal þeirrar þjónustu sem við bjóðum er: Undirbúningur framkvæmda og áætlanagerð Hönnun hvers kyns mannvirkja og allra þeirra sérkerfa sem þarf Verkefnastjórnun, bæði við hönnun og á framkvæmdastað Framkvæmdaeftirlit Umhverfisráðgjöf Öryggis- og heilbrigðisráðgjöf Styrkur Verkís felst meðal annars í því að á einum og sama stað geta viðskiptavinir okkar sótt alla hefðbundna verkfræðiráðgjöf, auk þeirrar stoðþjónustu sem nú er orðinn eðlilegur hluti af undirbúningi og rekstri flókinna verkefna.

Employees

Gunnar Ingi Gunnarsson

Stjórnarformaður

Bjarni Bjarnason

Ólöf Rós Káradóttir

Viðar Ólafsson

Varaformaður stjórnar

Sigurður Guðjónsson

Sigurður Jón Jónsson

Varamaður

Sverrir Sigurðsson

Varamaður

Páll R. Guðmundsson

Sviðsstjóri

Eggert V. Valmundsson

Sviðsstjóri

Einar Bjarndal Jónsson

Sviðsstjóri

Sveinn Ingi Ólafsson

Framkvæmdastjóri

Flosi Sigurðsson

Sviðsstjóri

Vilborg Yrsa Sigurðardóttir

Sviðsstjóri

Helgi Þór Helgason

Sviðsstjóri
c