Ísam ehf
heildverslun
Ísam var stofnað 15. apríl 1964. Félagið er með starfsemi á fimm stöðum. Höfuðstöðvar þess eru á Tunguhálsi 11 í Reykjavík. Eigandi fyrirtækisins er Kristinn ehf. í Vestmannaeyjum.
Frá upphafi hefur verið lögð höfuðáhersla á að flytja inn og markaðssetja þekktar gæðavörur í náinni samvinnu við framleiðendur þeirra og viðskiptavini
Segja má að ákveðin vatnaskil hafi orðið þegar Procter & Gamble ákvað að velja Ísam sem einkaumbjóðanda sinn á Íslandi snemma á níunda áratugnum, en áður höfðu nokkrir aðilar flutt inn vörur frá fyrirtækinu. Samstarfið við P&G hefur verið einkar lærdómsríkt á sviði markaðssetningar hágæðavöru og skilað einstökum árangri í sölu og markaðshlutdeild á framleiðsluvörum þeirra.
Það var svo árið 2000 sem Ísam fór að beina sjónum sínum að innlendum framleiðslufyrirtækjum með kaupum á öllu hlutafé Frón. Í kjölfarið, tveimur árum síðar, voru fest kaup á Ora og 2003 var Kexsmiðjunni á Akureyri bætt í glæsilega flóru innlendra framleiðenda. Í byrjun árs 2004 var svo gengið frá stærstu kaupunum þegar fest voru kaup á öllu hlutafé í Myllunni-Brauð hf,.
Innan Ísam eru í dag eru starfræktar fimm söludeildir; Procter & Gamble, matvörur, matvælaiðnaður og stóreldhús, hjúkrunar- og rannsóknavörur og sportvörur. Fyrirtækið starfrækir eigið vöruhús og annast vöruafgreiðslu með eigin bifreiðum.
Employees
Bergþóra Þorkelsdóttir
Forstjóri