HSE Bókhald & Uppgjör ehf
Félagið var stofnað í maí 2005. Framkvæmdastjóri og eigandi þess er Hörður S. Erlingsson viðkiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Félagið rekur alhliða bókhalds- og framtalsþjónustu ásamt rekstrar- og fjárhagsráðgjöf.
HSE Bókhald & Uppgjör sjá um gerð ársreikninga og skattframtöl fyrir fyrirtæki, félagasamtök, húsfélög og einstaklinga.
Við tökum að okkur alla launavinnslu fyrir fyrirtæki og útbúum launaseðla og skilagreinar sem við sendum rafrænt til Ríkisskattstjóra, Reiknistofu bankanna og til lífeyrissjóðanna. Jafnframt sjáum við um gerð launamiða sem við sendum rafrænt til skattstjóra um hver áramót.
Við tökum að okkur alla bókhaldsvinnu fyrir stór sem smá fyrirtæki þ.e.a.s. fyrir félög, félagasamtök og einstaklinga. Á tveggja mánaða fresti sjáum við um vsk.- uppgjör sem við skilum inn rafrænt fyrir viðskiptavini okkar.
Við kærum úrskurði/álagningu skattstjóra ef tilefni er til þess. Jafnframt svörum við öllum fyrirspurnum skattstjóra fyrir viðskiptavini okkar.
Við sjáum um stofnun félaga þ.e.a.s. alla skjalagerð varðandi stofnun á ehf., hf., slf. Jafnfamt tökum við að okkur ýmsa aðra skjalagerð/samninga s.s. að útbúa skuldabréf, gerð leigusamninga,kaupsamninga annarra eigna en fasteigna, ráðningasamninga og gerð ýmissa annarra viðskiptabréfa.
Við sjáum um alla almenna ráðgjöf fyrir fyrirtæki vegna rekstrar og bókhalds. Jafnfamt sjáum við um að leysa úr hvers kyns fjárhagsvandamálum hjá einskaklingum sem eru mjög skuldum vafnir. Við kryfjum fjármál þín til mergjar og setjum upp greiðsluáætlun fyrir þig svo þú komist út úr skuldunum. Jafnfamt reynum við að semja við lánadrottna um lækkun á skuld og/eða niðurfellingu vaxta.
Employees
Hörður S. Erlingsson
Framkvæmdastjóri