Mynd af Safnahús Borgarfjarðar

Safnahús Borgarfjarðar



Í Safnahúsi Borgarfjarðar eru fimm söfn: Byggðasafn, skjalasafn, náttúrugripasafn, listasafn og bókasafn. Fastasýning hússins er sýningin Börn í 100 ár, ógleymanleg frásögn um sögu Íslands á 20. öld út frá sjónarhóli barna. Sýningin er hönnuð eins og ristastórt myndaalbúm með hólfum sem opnuð eru eins og á jóladagatali.

Borgarfjörður býður þér heim.

Ævintýri fuglanna er sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hún er hönnuð af Snorra Frey Hilmarssyni, sem einnig hannaði sýninguna Börn í 100 ár. Megin þema sýningarinnar er hið mikla ævintýri farflugsins, þar sem þeir vinna ótrúleg afrek. Hér má sjá uppstoppaða fugla úr Náttúrugripasafni Borgarfjarðar stillt upp í fallegu umhverfi þar sem lítið rými er nýtt á mjög hugvitssamlegan hátt.

Safnahús er staðsett við Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi, í nágrenni Landnámsseturs.

Aðgengi að sýningunni er afar gott, gengið er inn á jarðhæð og hjólastólar komast vel um svo dæmi sé tekið.



Other registrations

Sýningar eru á veturna opnar alla virka daga á opnunartíma bókasafns kl. 13.00-18.00. Á sumrin (maí, júní, júlí, ágúst) alla daga frá 13.00-17.00. Opið á öðrum tímum skv. samkomulagi

Employees

Sævar Ingi Jónsson

Héraðsbókavörður

Guðrún Jónsdóttir

Forstöðumaður
safnahus@safnahus.is

Jóhanna Skúladóttir

Héraðsskjalavörður
c