Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkrókur
Upphaflegt markmið Kaupfélags Skagfirðinga var að útvega félagsmönnum algengar neyslu- og rekstrarvörur með sem hagkvæmustum hætti. Var því verslun frá því fyrsta annar af tveimur meginþáttum starfseminnar fyrstu árin og áratugina. Hinn þátturinn sneri að afsetningu búvöruframleiðslu. Enn er verslunarrekstur veigamikill þáttur í starfsemi KS-samstæðunnar og vex sífellt að umfangi. KS hefur lengst af sínum starfstíma flutt talsvert beint inn af neyslu- og rekstrarvörum fyrir sína félagsmenn og hefur sá þáttur aukist mjög að umfangi hinn síðari ár. Rekur KS nú sérstaka Viðskiptastofu, sem sér um þann þátt starfseminnar. Helstu smásöluverslanir KS eru Skagfirðingabúð, aðalverslun félagsins að Ártorgi 1 á Sauðárkróki, Verslunin Eyri, sem selur byggingavörur og aðrar fjárfestingavörur auk rekstrarvara bænda, verslunarútibú í Varmahlíð, á Hofsósi og að Ketilási í Fljótum og varahlutaverslun á Sauðárkróki.
Employees
Þórólfur Gíslason
KaupfélagsstjóriIngólfur Jóhannsson
Fjármálastjóri