Iðnvélar ehf
Fagþjónustur
Iðnvélar bjóða upp á alhliða viðhalds og viðgerðaþjónustu á mjög víðu sviði.
Við höfum í tæknideild okkar sérhæfða fagmenn til að þjónusta þá breiðu línu af iðnaðarvélum sem IÐNVÉLAR ehf hafa selt undanfarin ár.
Í framhaldi af ráðgjöf og sölu á vélum og verkfærum hafa IÐNVÉLAR ávallt lagt sig fram um að hafa til reiðu vandaða og trausta viðhalds þjónustu fyrir sína viðskiptavini
Iðnvélar hafa, mörg undanfarin ár, verið stærsti söluaðilinn á iðnaðarvélum til framleiðsluiðnaðar á Íslandi.
Þar af leiðandi eru fá iðnaðarfyrirtæki sem ekki eru með einhverjar vélar frá Iðnvélum ehf. Til viðbótar að þjónusta vélar frá okkur höfum við í vaxandi mæli tekið að okkur heildar-viðhald á öllum vélakosti viðskiptavina okkar.
Tæknimenn okkar eru menntaðir sem rafvirkjar, vélvirkjar, rafeindavirkjar, kerfisfræðingar ofl. ásamt því að hafa hlotið þjálfun og farið á námskeið í viðhaldi og viðgerðum hjá tæknideildum og framleiðendum hinna ýmsu véla. Viðhald á tölvustýrðum iðnaðarvélum, framleiðslulínum, loftpressum, sogkerfum og hreinsivirkjum er í verkahring okkar. Við sjáum um allt viðhald og vélaviðgerðir fyrir fjölda iðnfyrirtækja og stofnana.
- Almenn viðgerðaþjónusta
Vegna viðgerðarbeiðnar á vinnutíma ábyrgjumst við í þjónustusamningum okkar að viðgerðarmaður sé mættur eigi síðar en 4 tímum eftir að beiðni berst. - Fastir viðhaldssamningar
Í auknum mæli hafa stjórnendur iðnfyrirtækja gert sér grein fyrir kostum fyrirbyggjandi viðhalds á framleiðslutækjum sínum og að eitt af því dýrasta sem upp kemur í rekstri er óvænt stopp vegna bilunar í tækjum. - Viðhald þrýstiloftskerfa
Veljið hér fyrir nánari upplýsingar um viðhald loftkerfa. - IÐNVÉLAR bjóða uppá viðhalds-og /eða eftirlitssamning sem nær yfir reglubundið fyrirbyggjandi viðhald fyrir tilteknar eða allar vélar í fyrirtækjum.
Nákvæm skrá yfir allar vélar sýnir jafnan viðhald, ástand og ýmsar fleiri upplýsingar.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Harðarson – Þjónustustjóri, gudmundur@idnvelar.is – Beinn sími 414 2704 - Neyðarþjónusta
Þjónustusími vegna neyðarþjónustu er 822 6552
Employees
Hjörtur P. Jónsson
FramkvæmdarstjóriGuðmunda Ólafsdóttir
Fjármálastjóri