Matís ohf
Hjá Matís starfa margir af helstu sérfræðingum landsins í matvælatækni og líftækni; matvælafræðingar, efnafræðingar, líffræðingar, verkfræðingar og sjávarútvegsfræðingar. Hjá Matís starfa nú um 100 manns.
Helstu markmið Matís eru:
Efla nýsköpun og auka verðmæti matvæla.
Stuðla að öryggi matvæla.
Stunda öflugt þróunar- og rannsóknastarf.
Efla samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu á alþjóðlegum vettvangi.
Verkefni Matís tengjast fjölmörgum sviðum innan matvæla- og líftækni og skiptist í starfsemin í 6 svið:
Öryggi og umhverfi.
Vinnsla og virðisaukning.
Nýsköpun og neytendur.
Líftækni og lífefni.
Erfðir og eldi.
Mælingar og ráðgjöf.
Helstu verkefni sem unnið er að hjá Matís tengjast vöruþróun, fiskeldi, vinnslutækni. framleiðslutækni, rekjanleika, aðfangastjórnun, þjónustumælingum, erfðatækni og líftækni.
Employees
Sveinn Margeirsson
Forstjórisveinm@matis.is
Steinar B. Aðalbjörnsson
Markaðsstjóristeinar@matis.is