Mynd af Þekkingarsetur Suðurnesja

Þekkingarsetur Suðurnesja

Sudurnes Science and Learning Center




Þekkingarsetur Suðurnesja er miðstöð rannsókna í náttúrufræðum og tengdum greinum. Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum eru stoðstofnanir setursins, staðsettar í sama húsi, og sjá um rannsóknahluta þess þar sem áherslan er á sjávarlíffræði og fuglafræði.



Þekkingarsetur Suðurnesja býður upp á þrjár áhugaverðar sýningar. Í náttúrusalnum er hægt að skoða og snerta uppstoppuð dýr úr íslenskri náttúru og sjá lifandi sjávardýr í sjóbúrum. Þar er einnig að finna eina uppstoppaða rostung landsins. Tilvalið er að flétta fjöruferð á Garðskaga saman við heimsókn í Þekkingarsetrið. Lífverum er þá safnað í fjörunni og þær svo skoðaðar í víðsjám í setrinu.

Í sögusalnum er hin glæsilega sýning Heimskautin heilla sem fjallar um líf og starf franska læknisins, vísindamannsins og heimskautafarans Jean-Baptiste Charcot. Rannsóknaskip hans,Pourquoi-Pas?, fórst við Íslandsstrendur árið 1936. Líkan af skipinu má sjá á sýningunni.

Lista- og fræðslusýningin Huldir heimar hafsins. Ljós þangálfanna er falleg og fróðleg sýning þar sem vísindalegum fróðleik um mikilvægi hafsins og hættur sem að því steðja, er fléttað saman við ævintýraheim þangálfanna.

Heimsókn í Þekkingarsetur Suðurnesja er tilvalin fyrir fjölskyldur og fróðleiksfúst fólk á öllum aldri. Taktu þátt í ratleiknum okkar sem mun leiða þig áfram í spennandi ferðalag um nágrenni setursins í leit að dýrum, plöntum og sögufrægum stöðum.



The Sudurnes Science and Learning Center is a scientific research center with emphasis on natural science and related fields. Southwest Iceland Nature Research Centre and The University of Iceland´s Research Center in Sudurnes comprise the center. It offers high quality research facilities and accommodation for researchers and graduate students, mainly in marine biology, ecotoxicology and ornithology.

The centres three exhibitions include a nature gallery where you can look at and touch various stuffed animals from the Icelandic wildlife and see live sea creatures.

In the historical gallery you can visit the magnificent exhibition Attraction of the Poles on the life of the French medical doctor and polar scientist Jean-Baptiste Charcot.

In the art gallery you will find the art and educational exhibition Hidden World of the Seaweed Fairies. The exhibition weaves scientific knowledge about the ocean into the magical world of the seaweed fairies.

The Sudurnes Science and Learning Center is an ideal place to visit for families and others hungry for knowledge. Join our treasure hunt, that will take you on an exciting journey looking for various animals, plants and historical places.



Employees

Hanna María Kristjánsdóttir

Forstöðumaður
(+354) 423-7555
hanna@thekkingarsetur.is

Sölvi Rúnar Vignisson

Líffræðingur
(+354) 423-7870
solvi@thekkingarsetur.is

Daníel Hjálmtýrsson

Verkefnastjóri
(+354) 423-7555
daniel@thekkingarsetur.is
c