Fóðurverksmiðjan Laxá hf
Fóðurverksmiðjan Laxá hf. framleiðir og selur fóður til fiskeldis. Fiskeldisfóður hefur verið framleitt hjá Laxá í yfir 20 ár og er markaðshlutdeild innanlands um 85%.
Til að tryggja hágæða fóður eru ávallt notuð fyrsta flokks hráefni, bæði innlend og erlend.
Laxá framleiðir fóður fyrir bleikju, þorsk, lax, flatfisk og regnbogasilung. Laxár fóður er fyrir eldisfisk frá 15 grömmum og uppúr, en auk þess er flutt inn og endurselt startfóður fyrir seiði frá Biomar og Skretting.
Laxá sér um innflutning og endursölu á startfóðri fyrir seiði frá Biomar í Danmörku og Skretting í Noregi. Startfóður er sérpantað eftir óskum viðskiptavina og er ekki lagervara hjá Laxá. Startfóður frá Biomar er í boði sem 0,4 mm og 0,6 mm kurlað eða sem 0,5 mm og 0,8 mm í pillum, en startfóður frá Skretting er í boði sem 0,3 mm, 0,5 mm og 0,75 mm í pillum. Startfóður er ætlað seiðum eftir að kviðpokastigi líkur og upp að 2,0 grömmum að stærð.
Laxá hefur á eigin lager seiðafóður frá Biomar í Danmörku. Annarsvegar 1,0 mm kurlað fyrir seiði sem eru 2-4 grömm og hinsvegar 1,5 mm í pillum fyrir seiði sem eru 4-20 grömm. Eftir það er kemur 1,8 mm Laxár fóður sem hentar fyrir bleikju frá 20 grömmum, lax frá 10 grömmum og þorsk frá 5 grömmum.
Laxá flytur inn og endurselur fiskeldisbúnað til viðskiptavina fyrirtækisins. Um er að ræða fóðrara frá FIAP, súrefnismæla frá Oxyguard og annan eldisbúnað frá Sterner. Vörur frá þessum aðilum eru ekki á lager og er sérpantað eftir óskum hvers og eins.
Employees
Ómar Valgarðsson
VerksmiðjustjóriGunnar Örn Kristjánsson
Framkvæmdastjóri