Mynd af Sólskógar ehf

Sólskógar ehf



Gróðrarstöðin Sólskógar var stofnuð árið 1989. Stofnendur og eigendur eru hjónin Gísli Guðmundsson og Katrín Ásgrímsdóttir. Gróðrarstöðin var upphaflega byggð upp í Lönguhlíð á Völlum, Fljótsdalshéraði en var flutt á árunum 1993-1995 og stofnuð sem nýbýli að Kaldá á Völlum.

Upphaflega voru fyrst og fremst ræktaðar trjáplöntur í garða en upp úr 1993 var einnig farið að rækta sumarblóm. Árið 2004 var farið að byggja upp aðstöðu fyrir skógarplöntuframleiðslu. Straumhvörf urðu síðan í rekstrinum þegar Sólskógar keyptu gróðrarstöðina í Kjarnaskógi á Akureyri árið 2007, en þar hefur verið rekin gróðrarstöð síðan árið 1947. Rekstri á Fljótsdalshéraði var hætt árið 2015

Nú starfa 6 fastráðnir starfsmenn hjá fyrirtækinu en á sumrin starfa starfa alls um 20 manns Alls eru um 4000 m2 gróðurhúsapláss auk útiræktunarsvæða.

Fyrirtækið er með plöntusölu á sumrin og einnig jólatráasölu í desember. Einnig framleiða Sólskógar skógarplöntur og sérhæfa sig á því sviði



Other registrations

Akureyri í Gróðrarstöðinni Kjarna

Employees

Katrín Ásgrímsdóttir

Framkvæmdastjóri
solskogar@simnet.is

Kort

c