
Vélaverkstæðið Árteigi

Saga túrbínusmíði út með Kinnarfjöllum í Þingeyjarsýslu nær aftur um röska hálfa öld. Jón Sigurgeirsson í Árteigi hóf smíði á rafstöðvum fyrir 1950, en um var að ræða litlar rafstöðvar með 12 eða 24 volta jafnstraumsrafala sem voru settar í fjölmarga bæjarlæki í Þingeyjarsýslu.IMG_1528 Mývatnsstofa 001 Um 1950 byggði Jón sína fyrstu alvöru rafstöð fyrir Granastaðabæina, en svo kallast bæjarþyrpingin út með Kinnarfjöllum sem samanstendur af Granastöðum, Ártúni, Árteigi I og II og Fitjum. Hefur stöðin verið stækkuð í tvígang og endurbyggð og getur nú framleitt um 200 kw. Um 1980 hóf Eiður, sonur Jóns, að starfa á verkstæðinu og tók við rekstrinum eftir að hafa lokið prófi í rafvirkjun. Um 1988 kom bróðir hans Arngrímur til starfa en hann er lærður vélvirki. Saman framleiða þeir bræður 3 til 4 túrbínur á ári. Við hönnun á þeim hafa þeir fengið til liðs við sig Árna S. Sigurðsson, vélaverkfræðing, sem starfar á Verkfræðistofu Norðurlands á Akureyri. Árni er sérmenntaður í túrbínufræðum og gerir alla helstu útreikninga varðandi smíðina. Um 70-80 túrbínur, framleiddar í Árteigi, eru í gangi víðsvegar á Íslandi. Auk þeirra eru þrjár sem snúast á Grænlandi og ein í Færeyjum. Samtals framleiða þessar stöðvar rúmlega tvö megawött. | ![]() |
Employees
Eiður Jónsson
