Baldvin og Þorvaldur ehf
Eigendur Baldvins og Þorvaldar eru Guðmundur Árnason söðlasmíðameistari og Ragna Gunnarsdóttir. Þau keyptu reksturinn haustið 1997 og opnuðu verslunina aftur eftir endurbætur í kjallaranum á Austurvegi 21, Selfoss í byrjun desember 1997. Í Ágúst 1999 flutti verslunin að Austurvegi 56 og var þar til húsa þangað til í byrjun október 2022. Þá flutti verslunin og söðlasmíðaverkstæðið að Háheiði 2, Selfossi
Guðmundur lærði söðlasmíði hjá Pétri Þórarinssyni (sem lærði á verkstæði Baldvins og Þorvaldar) og tók sveinspróf í febrúar 1997. Hann hefur síðan lokið meistaranámi í Söðlasmíði og útskrifað 3 sveina.
Ragna er lærður textílkennari frá KHÍ, útskrifuð vorið 1997.
Bára Másdóttir söðlasmiður. Lærði hjá Guðmundi og tók sveinspróf vorið 2009
Hjá Baldvin og Þorvaldi er lögð áhersla á margs konar viðgerðir, breytingar og nýsmíði. Fjölbreytileiki verkefna er mikill og leggur starfsfólk sig fram um að leysa vandamál viðskiptavinanna.
Employees
Ragna Gunnarsdóttir
FramkvæmdastjóriGuðmundur Árnason
SöðlasmíðameistariBára Másdóttir
Söðlasmíðameistari