Mynd af Ísfugl ehf

Ísfugl ehf



Ísfugl ehf. rekur sláturhús, kjötvinnslu og dreifingarstöð fyrir afurðir alifugla að Reykjavegi 36 Mosfellsbæ. Í sláturhúsinu er slátrað kjúklingum, kalkúnum og unghænum allan ársins hring. Úr afurðunum eru unnar margvíslegar matvörur fyrir mötuneyti, veitingahús og neytendamarkað.

Félagið er í eigu Reykjabúsins í Mosfelsbæ sem rekið er af hjónunum Jóni Magnúsi Jónssyni og eiginkonu hans Kristínu Sverrisdóttur. Reykjabúið, sem er elsta alifuglabú landsins og eini framleiðandi kalkúnakjöts á Íslandi, leggur áherslu á að framleiða hreinar landbúnaðarafurðir í sátt við umhverfið.


Dýravelferð og heilbrigði að leiðarljósi
Dýravelferð og heilbrigði er haft að leiðarljósi í öllu ferlinu. Umgangast þarf fuglinn af natni svo fuglinum líði vel og sé ekki stressaður.
Yfirsýn bóndans og góð umhirða fuglanna er almennt betri í litlum húsum en
stórum. Ísfuglsbændur nota engin fúkkalyf við eldi kjúklinganna og kalkúnanna.
Þannig verður til gott hráefni.



Employees

Þorsteinn Þórhallsson

Sláturhússtjóri
steini@isfugl.is

Jón Magnús Jónsson

Framkvæmdastjóri
reykjabudid@kalkunn.is

Hugi Sævarsson

Rekstrarstjóri
hugi@isfugl.is

Trademarks and commissions

Hvíti kalkúninn
Ísfugl
Kjúlli langflottastur
c