Fagvirkni ehf
Á þeim tíma er starfsemi fyrirtækisins hófst árið 1982 vorum við meðal frumherja á sviði viðgerða húseigna og hefur aðalverksvið okkar alla tíð verið alhliða viðhald húseigna utanhúss s.s. steypuviðgerðir, múrverk, trésmíðavinna og málun.
Frá þeim tíma hafa reyndir fagmenn, múrarar og trésmiðir auk sérþjálfaðra verkamanna starfað saman að þeirri vandasömu vinnu sem viðgerðir húseigna er.
Rannsóknir okkar og reynsla hefur þannig stuðlað að skilum verkefna í hæsta gæðaflokki.
Eigin tækjakostur Fagvirkni er mjög öflugur og tryggir það verkkaupum ætíð hagstæðustu verð og ekki síst þann árangur sem til er ætlast.
Við kappkostum að gefa föst og óbreytanleg verðtilboð í flest verkefni.
Employees
Þorgrímur Ólafsson
Framkvæmdastjóri