Hreinir Garðar ehf
Hreinir Garðar er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á stór-höfuðborgarsvæðinu. Stofnendur Fyrirtækisins eru bræðurnir Þorsteinn Kr. Haraldsson og Þorgrímur Haraldsson, sem eiga fyrirtækið enn ásamt Davíð Long og Haraldi Þorsteinssyni. Við tökum að okkur bæði stór og smá verkefni fyrir einstaklinga, húsfélög, fyrirtæki og bæjarfélög. Þjónustan sem við bjóðum upp á er t.d garðsláttur í áskrift, beðahreinsun, trjáklippingar, trjáfellingar,snjómokstur, stubbatæting og önnur garðyrkja sem snýr að viðhaldi. Við seljum einnig og setjum upp jólaseríur fyrir einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki.
Hreinir Garðar hófu starfsemi 1. apríl 2010 og voru starfsmennirnir aðeins tveir. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt, bætt við sig vélum, bílum og starfsfólki auk þess að stækka húsnæðið úr litlum 16 fm bílskúr í 350 fm húsnæði með öflugu verkstæði. Yfir veturinn starfa u.þ.b. 7-8 starfsmenn hjá fyrirtækinu en á sumrin fjölgar starfsfólki umtalsvert. Meðal starfsmanna eru tveir skrúðgarðyrkjumeistarar, auk þess sem aðrir starfsmenn hafa margra ára reynslu af garðyrkjustörfum.
Hreinir Garðar og Úði ehf sameinast
Frá upphafi hefur fyrirtækið verið í samstarfi við Úða ehf. um úðun á görðum sem voru að öðru leyti í þjónustu Hreinna Garða. Um áramót 2011 sameinuðust svo Hreinir Garðar og Úði ehf. Við þá sameiningu var hægt að fjölga þjónustuliðum og bæta þjónustu beggja fyrirtækja til muna.
Brandur Gíslason skrúðgarðyrkjumeistari stofnaði Úða ehf þann 15 júlí 1973. Frá upphafi hefur fyrirtækið verið leiðandi í garðaúðun á stór-höfuðborgarsvæðinu og hefur skapað sér nafn sem traust og heiðarlegt fyrirtæki. Úði hefur alltaf lagt mikla áherslu á faglega þjónustu og að farið sé í einu og öllu eftir þeim reglum sem gilda um notkun eiturefna. Auk garðaúðunar hafði fyrirtækið einnig tekið að sér almenna garðyrkju, s.s. trjáklippingar, trjáfellingar, beðahreinsun ofl.
Brandur sér um garðaúðun hjá Hreinum Görðum og veitir viðskiptavinum og starsfólki ráðgjöf þar sem hans sérþekking, menntun og reynsla nýtist til fullnustu.
Employees
Þorsteinn Kr Haraldsson
Eigandi / framkvæmdastjóriÞorgrímur Haraldsson
SkrúðgarðyrkjumeistariBrandur Gíslason
Skrúðgarðyrkjumeistari