Mynd af FOSS stéttarfélag í almannaþjónustu

FOSS stéttarfélag í almannaþjónustu



Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi (FOSS) er stéttarfélag. Tilgangur þess er að vera í forsvari félagsmanna við gerð kjarasamninga og aðrar ákvarðanir fyrir hönd þeirra samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varðar.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um félagsaðild ef starfsmaður er ráðinn á kjarasamningi FOSS og félagsgjöldum er skilað til félagsins.

Félagið var stofnað 31. maí 1973 og voru stofnfélagar 28 frá 5 sveitarfélögum. Í dag eru félagsmenn yfir 1000 og nær félagssvæðið frá Hornafirði til Sveitarfélagsins Ölfuss. Viðsemjendur eru öll sveitarfélögin og stofnanir þeirra, ásamt heilbrigðisstofnunum og fjölbrautaskólum á félagssvæðinu. Flest sveitarfélögin fela Launanefnd sveitarfélaga samningsumboð sitt en Samninganefnd ríkisins fer með samningsumboð fyrir ríkisstofnanirnar.



Tilgangur félagsins er

  • að vera í forsvari félagsmanna við gerð kjarasamninga og aðrar ákvarðanir fyrir hönd þeirra samkvæmt lögum og reglugerðum er þá varðar
  • að gæta hagsmuna félagsmanna í öllu því sem varðar laun, önnur kjör og starfsréttindi hverskonar
  • að vinna að samstöðu félagsmannaað stuðla að auknu samstarfi opinberra starfsmanna og annarra samtaka launafólks
  • að stuðla að því að sérhver félagsmaður sé virtur sem sjálfstæður einstaklingur og fái notið hæfileika sinna


Fræðslu- og upplýsingamál


Á sviði fræðslu- og upplýsingamála leggur FOSS áherslu á

  • að skipuleggja fræðslu stjórnar- og trúnaðarmanna
  • að skipuleggja stærri átaksverkefni og fylgja eftir símenntun félagsmanna sinna
  • að taka virkan þátt í nefndum og ráðum þar sem fjallað er um endurmenntun og vera þannig þátttakandi í að móta stefnu á því sviði
  • að annast útgáfu kjarasamninga, fréttabréfa og annars fræðsluefnis sem nýtist félagsmönnum



Employees

Árný Erla Bjarnadóttir

Formaður
foss@foss.bsrb.is
c