Mynd af Motif ehf

Motif ehf

Lógo af Motif ehf

Telephone 896 1896

Fellsmúli 26, 108 Reykjavík

kt. 4811061840





Motif selur margskonar vörur til notkunar í kynningarskyni eða til fjáröflunar. Flest fyrirtæki nota auglýsingavörur til að koma merki sínu á framfæri

og auka velvild í garð fyrirtækissins með því að gefa merkta hluti. Eða þau kaupa hluti til að gleðja starfsmenn sína eftir erfiða törn eða í tilefni flutninga.

Skólar kaupa einnig oft vörur fyrir nemendur svo sem vatnsflöskur eða barmmerki sem eru merkt skólanum


Misjafnt er eftir árstíðum hvaða vörur eru vinsælastar. Á sumrin er salan mest í derhúfum, buffum og öllu ferðalagatengdu en þegar haustar tekur eykst salan

í skrifstofuvörum, bollum, pennum og vatnsbrúsum. Merktir postit miðar og pappírskubbar eru líka hlutir sem margir vilja

Fyrir jólin kaupa mörg fyrirtæki starfsmannagjafir svo sem mjúk teppi, hitabolla, brúsa eða kaffiglös.

Ostabakkar og vörur tengdar víni eru líka vinsælar.

Við hjá Motif leggjum okkur fram um að útvega fyrirtækjum og félagasamtökum góðar sérmerktar vörur og passa að merkingar komi vel út.

Við höfum fagmenn í merkingum með langa reynslu í grafískri hönnun.

Við höfum unnið fyrir fjölda fyrirtækja. Sjá má hluta af því undir liðnum fyrri verkefni á heimasíðu Motifs


Vandaðar vörur og vönduð vinna er okkar leiðarljós




Employees

Guðrún Anna Magnúsdóttir

Eigandi
896 1896
motif@motif.is
c