Mynd af Vörumiðlun ehf

Vörumiðlun ehf

Vörumiðlun ehf. var á stofnuð árið 1996 með samruna Flutningadeildar KS og Vörufl. Magnúsar Svavarssonar á Sauðárkróki. Varð þá þegar til öflugt flutningafyrirtæki með afkastamikinn flota flutningatækja af ýmsu tagi.

Á árinu 2004 voru síðan flutningafyrirtækin Húnaleið á Skagaströnd og Tvisturinn á Blönduósi sameinuð Vörumiðlun. Árið 2006 var flutningadeild KVH á Hvammstanga seld Vörumiðlun.Og að endingu keypti Vörumiðlun flutningadeild KSH á Hólmavík nú um áramótin 2009-2010

Ræður hið sameinaða fyrirtæki yfir nær fjórum tugum flutningabifreiða af ýmsum stærðum og gerðum, auk lyftara og hjálparbúnaðar af ýmsu tagi.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Eyrinni á Sauðárkróki. Að auki hefur fyrirtækið húsnæði á Blönduósi en á Hvammstanga og Hólmavík þjónusta kaupfélögin okkur

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Magnús E. Svavarsson og stjórnarformaður Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri.

Employees

Magnús Svavarsson

Framkvæmdastjóri
c