Fjöruferðir ehf

Fjöruferðir, ævintýri, spenna, upplifun. Fjöruferðir bjóða upp á siglingu um Hornafjörð og fjórhjólaferðir á Suðurfjörum. Siglt er frá Óslandi yfir á Suðurfjörur þar sem svartir sandar tengja saman sjálft Atlantshafið og stærsta jökul í Evrópu, Vatnajökul. Á Suðurfjörum er meðal annars ekið að Hornafjarðarósi, sem er hættulegasta innsigling landsins, og skoðaðar eru rústir frá stríðsárunum. Fjölbreytt fugla- og dýralíf er á Suðurfjörum og forvitnir selir fylgjast gjarnan með ferðalöngum. Ferð á Suðurfjörur er því einstakt tækifæri til að njóta ósnortinnar náttúru og virða fyrir sér fegursta útsýni sem Ísland hefur upp á að bjóða.

Employees

Haukur Sveinbjörnsson

Framkvæmdastjóri
c