Blikksmiðja Guðmundar ehf
Byggingarþjónusta og aðföng
Blikksmiðja Guðmundar sinnir allri almennri blikksmíði en takmarkar ekki starfsemi sína að neinu leyti þegar kemur að því að leysa vandamál viðskiptavina. Blikksmiðjan er mjög vel tækjum búið og er samkeppnisfær við flestar smiðjur á landinu.
Viðskiptavinir í hvers kyns nýframkvæmdum og viðhaldi, stórum sem smáum, geta leitað til okkar. Við bjóðum fagleg vinnubrögð og gegnheilar lausnir á þeim verkefnum sem okkur er treyst fyrir. Reynsla okkar og vandaður frágangur mynda saman góða vöru og ánægða viðskiptavini.
Markmið okkar er að þjónusta einstaklinga og smærri fyrirtæki af sama krafti og áður, þrátt fyrir að stóriðjan á Grundartanga krefjist stöðugt meira viðhalds. Margar smiðjur hafa staðnað í þróun sinni í gegnum árin og sætta sig við að þjónusta fáa útvalda, en við leitum stöðugt að nýjum tækifærum og bjóðum alla velkomna að nýta sér okkar þjónustu.
Með stöðugri endurmenntun og þjálfun starfsmanna tryggjum við aukna þekkingu á þeim sviðum blikksmíðinnar sem fylgja tækninýjungum. Starfsmenn okkar eru þjálfaðir í að bjóða bestu og hagkvæmustu lausnir sem völ er á hverju sinni, sem skilar sér í auknum endingatíma og minni viðhaldskostnaði.
Employees
Emil Sævarsson
Framkvæmdastjóri