Skorradalshreppur

Skorradalur er syðstur þeirra Borgarfjarðardala, sem ganga upp frá undirlendi Borgarfjarðar og liggur hann að Skarðsheiði. Norðan Skorradals er Lundarreykjadalur og liggja hreppamörkin við Borgarfjarðarsveit eftir vatnaskilum á hálsinum sem er milli dalanna. Að sunnan deilir hreppurinn merkjum með Hvalfjarðarstrandarhreppi og Leirár- og Melahreppi. Liggja merkin um Botnsheiði, Dragafell og Skarðsheiði að sunnan og að suðvestan ná merkin yfir í Brekkufjall. Þaðan í Andakílsá og úr henni upp á hálsinn ofan Hestfjalls. Dalurinn er 25 km langur, hlykkjóttur og frekar þröngur, nema rétt neðst. Í miðjum dalnum liggur Skorradalsvatn rúmlega 16 km langt og 14,7 km2. Skógur hefur mikla útbreiðslu í dalnum bæði náttúrulegur og ræktaður. Í sameiningu skapar skógurinn og Skorradalsvatnið sérstakt aðdráttarafl sem leitt hefur til mikillar uppbyggingar sumarhúsabyggðar í dalnum. Sú uppbygging heldur áfram á næstu árum miðað við aðalskipulag sem nú er verið að vinna fyrir sveitarfélagið. Flest þessara húsa eru vönduð heilsárshús sem bjóða upp aðra nýtingu en áður tíðkaðist með sumarhús. Þessi staðreynd krefur okkur til að líta með opnum augum til framtíðar byggðar og búsetuhátta á svæðinu.

Employees

Davíð Pétursson

Oddviti

Kort

c