Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu. Flatarmál hans er um 13.200 ferkílómetrar eða um 13 % af Íslandi. Ríflega helmingur þjóðgarðsins er jökull og þar er að finna samvirkni jarðelds, jarðhita og myndunar jökla, landmótun jökla og vatnsfalla. Markmiðið með stofnun og rekstri þjóðgarðsins er að vernda Vatnajökul og landsvæði honum tengd. Sex gestastofur og þjónustumiðstöðvar verða í þjóðgarðinum eða nálægt honum. Vatnajökulsþjóðgarði er skipt í fjögur svæði: