Hreint ehf

Hreint ehf., sem er alíslenskt hlutafélag, var stofnað 12. desember 1983 og er ein elsta og stærsta ræstingaþjónusta landsins. Starfsemi fyrirtækisins hefur alla tíð snúist um að byggja upp faglegt alhliða ræstingafyrirtæki fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Með samviskusemi og heiðarleika að leiðarljósi bjóðum við hundruð fyrirtækja og stofnana heilstæða ræstingaþjónustu og ræstum hundruð þúsunda fermetra atvinnuhúsnæði.
Stjórnendur félagsins búa yfir meira en hálfrar aldar reynslu af rekstri og stjórnun ræstingafyrirtækja auk þess að hafa sótt fjölda námskeiða, kynninga og sýninga á sviði fagræstinga hérlendis og erlendis. Þjónusta okkar er skipulögð og rekin á grundvelli gilda Hreint: samvinna, traust, frumkvæði og fyrirmynd. Ein megináhersla í rekstri okkar liggur í ánægjulegum, hvetjandi og gagnkvæmum samskiptum við viðskiptavini okkar og starfsfólk.
Í júní 2010 var þjónusta Hreint á sviði reglulegra ræstinga vottuð með norræna gæða- og umhverfismerkinu Svaninum. Árið eftir fór velta félagsins í fyrsta skipti yfir hálfan milljarð.
Afmælisár var árið 2013 hjá Hreint en var það 30. rekstarár félagsins. Afmælisbarnið dafnar vel og fagnaði áfanganum með viðskiptavinum og starfsmönnum.
Allt frá stofnun hefur félagið haft aðsetur í Auðbrekku 8 í Kópavogi þar sem aðalskrifstofa okkar er ásamt þvottahúsi og vörulager. Á Norðurlandi erum við með skrifstofu, lager og þvottahús við Furuvelli 1 á Akureyri.
Hreint ehf. er stoltur aðili að Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ), Samtökum atvinnulífsins (SA) sem og þjónustusamtökunum Danske Service (DS) í Danmörku
Trademarks and commissions
